Grindarbotnsnámskeið fyrir nýbakaðar mæður

  • Hefur þú fundið fyrir veikleika í grindarbotni?
  • Veikleika í kringum mjóbak og mjaðmagrind?
  • Verkir í grindarbotni, þvagleka eða fundið þyngslatilfinningu í grindarbotni?

Fræðsla og æfingar fyrir nýbakaðar mæður sem vilja tengjast betur grindarbotni sínum, fá betri stjórn og styrk.

Æfingar og mat á kviðvöðvum eftir meðgöngu. Góður grunnur fyrir frekari líkamsrækt.

4 vikna námskeið, kennt á þriðjudögum kl 10:30 í húsnæði Táps sjúkraþjálfunar (Holtasmára 1) og börnin eru velkomin með.

Vegna samkomutakmarkana er takmarkað pláss á hvert námskeið.

Næstu námskeið hefjast

  • 13. október 2020
  • 10. nóvember 2020

Verð 16.000 kr
Skráning á modurmattur@modurmattur.is

Nýtt verkefni í nýjum líkama