18.990 kr
- Hefur þú fundið fyrir veikleika í grindarbotni?
- Veikleika í kringum mjóbak og mjaðmagrind?
- Verkir í grindarbotni, þvagleka eða fundið þyngslatilfinningu í grindarbotni?
Hóptími fyrir mæður sem vilja ná betri tengslum við grindarbotninn, læra að spenna og slaka og beita sér vel í daglegum athöfnum. Námskeiðið er mjög góður undirbúningur fyrir frekari líkamsrækt. Bætt líkamsvitund, betri tilfinning og tenging fyrir grindarbotn og kviðvöðva eftir meðgöngu og fæðingu. Grunn styrktaræfingar með áherslu á þessa djúpu vöðva. Þær sem vilja fá mat á kviðvöðvum.
4 vikna námskeið, kennt á þriðjudögum kl 10:30 í húsnæði Táps sjúkraþjálfunar, Holtasmára 1 (Hjartaverndarhúsið). Börnin velkomin með og beint aðgengi út á svalir úr salnum fyrir börn sem vilja sofa úti í vagni. Fyrsti tími 10. janúar 2023
Takmarkað pláss á hvert námskeið.
© 2023 Móðurmáttur.