Kvenheilsu-WORKSHOP

Móðurmáttur ætlar að standa fyrir workshoppi fyrir þjálfara sem vinna með konur (og annað áhugafólk um heilsueflingu kvenna) og sem vilja dýpka þekkingu sína og deila sinni reynslu með öðrum þjálfurum. 

Gynamedica er lækninga- og heilsumiðstöð fyrir konur á breytingaskeiði og mun stofnandi þess, Hanna Lilja læknir, kynna fyrir okkur empelvic púðana og hvernig má nota þá til að bæta líkamsvitund í grindarbotni.

Auk þess ætlar Micha Grøn, sjúkraþjálfari í Kaupmannahöfn og sú sem hannaði empelvic púðana, að vera með kennslu í empelvic-aðferðinni og fræðslu um grindarbotnssjúkraþjálfun í beinni frá Köben.

Í kjölfarið verða helstu vandamál varðandi hreyfingu rædd og hvernig við getum nálgast konur í þjálfun; hvað er ráðlegt og hvað þarf að varast.

Farið verður yfir grunnæfingar og stignun.

Þvagleki, blöðru-/legsig og önnur grindarbotnsvandamál, diastasis recti o.s.frv.: Hvað þarf að passa og hvað getum við gert?

Lifandi umræður og reynslusögur.

Hvernig getum við unnið saman að því að efla konur? 

--------------------------------------------------------------------------------

Þetta workshop er fyrir alla þjálfara, sjúkraþjálfara og áhugafólk um heilsueflingu kvenna. 

Miðvikudaginn 23. mars 2022, kl 18:00

Táp Sjúkraþjálfun, 4. hæð í Hjartaverndarhúsinu.