5.995 kr 11.990 kr
Hormónabreytingar í tengslum við breytingarskeiðið og tíðarhvörf geta haft ýmis einkenni í för með sér. Einkennin geta haft mikil áhrif á líðan kvenna, en algengustu einkennin eru svitakóf, nætursviti, svefnvandamál og þyngdaraukning. Einnig finna margar konur fyrir þvagleka og þurrki í leggöngum á þessu skeiði lífsins og aukin hætta er á beinþynningu. Það hefur sýnt sig að hreyfing og minniháttar lífstílsbreytingar geta bætt lífsgæðin og haft jákvæð áhrif á einkennin.
Námskeiðið er 6 vikur og fer fram á netinu. Á hverjum sunnudegi opnast fyrir fræðslu og verkefni vikunnar og hver vika hefur sitt þema. Það er hægt að fylgja námskeiðinu jafnóðum en einnig hægt að gera það á sínum hraða þar sem eilífðaraðgangur að efninu fylgir með.
Meginmarkið námskeiðsins: Að konum líði betur í eigin skinni yfir þetta tímabil (og áfram) og skilji betur hvernig líkaminn virkar og geti unnið með það.
Námskeiðið hentar fyrir konur á breytingaskeiðinu og þær sem hafa farið í gegnum tíðarhvörf sem vilja bæta inn eða viðhalda hreyfingu og heilbrigðum lífstíl og hafa þannig áhrif á einkenni breytingaskeiðsins.
Innifalið í námskeiðinu
Námskeiðið hefst sunnudaginn 12. febrúar 2023
© 2023 Móðurmáttur.