Langar þig að byrja að hlaupa aftur eftir barnsburð? Eða langar þig að byrja að hlaupa og er óörugg með að fara af stað? Finnurðu fyrir veikleika í grindarbotni eða í kringum mjaðmagrind?
Móðurmáttur býður uppá 4 vikna hlaupanámskeið fyrir konur sem vilja komast af stað aftur í hlaup eða þær sem hafa ekki hlaupið áður en langar að byrja.
Í fyrsta tíma:
⇒ Fræðsla
⇒ Mat að styrk grindarbotns og ástandi kviðvöðva
⇒ Mat á styrk lykilvöðva í hlaupum
Hver og ein fær einstaklingsmiðaða áætlun fyrir hlaup og styrktaræfingar á námskeiðinu eftir þörf. Takmarkað pláss á hvert námskeið.
Næsta námskeið hefst í apríl 2021
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga 16:30-17:30 í 4 vikur
Fyrsti tíminn er 16:30-19:00
Námskeiðið er kennt að Holtasmára 1 (húsnæði Táp sjúkraþjálfunar) og í nærumhverfi
Takmarkað pláss – Verð 19.900 kr
© 2024 Móðurmáttur.