Grindarbotninn og þvagleki

Finnur þú fyrir þvagleka og vilt læra bjargráð?

Hefur þú fengið hláturskast í góðra vina hópi og misst þvag?

Er kvíðavaldur að hósta/hnerra og að hlaupa á eftir barninu?

Vissir þú að það er ekki eðlilegt að vera með þvagleka þrátt fyrir að þú hafir átt barn?

Viltu fræðast um og þekkja betur hvernig grindarbotninn virkar og hvernig þú getur þjálfað hann upp og bætt lífsgæði þín til muna?

Ef þú svarar einni eða fleiri spurningum hér að ofan játandi, þá er þetta námskeið fyrir þig!

Þú tekur það á þínum hraða og hefur eilífðaraðgang að efninu á netinu.