Móðurmáttur er stofnað með það að leiðarljósi að veita konum aðstoð með grindarbotn, þvagleka, hægðaleka, verki í grindarbotni, stoðkerfisvandamál, stuðla að endurkomu í hreyfingu eftir barnsburð og endurhæfa líkama þeirra til að takast á við daglegt líf auk þess að hafa jákvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna.
Við hjá Móðurmætti erum sjúkraþjálfarar með brennandi áhuga á því að hjálpa ykkur að kynnast líkamanum og ná tökum á grindarbotnvandamálum.
Fanney Magnúsdóttir
Fanney útskrifaðist með BSc í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2016 með lokaverkefni um hreyfingu og kyrrsetu þungaðra kvenna. Hefur síðan verið sjálfstætt starfandi hjá Táp sjúkraþjálfunarstofu. Þar hefur hún að mestu starfað á sviði kvenheilsu og hefur unnið mikið með þunguðum konum, eftir fæðingu og önnur vandamál tengd grindarbotni, mjaðmagrind og rófubeini. Einnig hefur hún unnið mikið með ofspennu og verkjavandamál í grindarbotni. Stundar nú meistarnám í líf- og læknavísindum með áherslu á kvenheilsusjúkraþjálfun við Háskóla Íslands
Endurmenntun:
2012 Kinesiotape námskeið
2016 Top 20 dry needling
2016 Atheltic pelvis and pelvic floor með Dr. Ruth Jones
2017 The MummyMOT professionals training course með Maria Elliot
2017 Skoðun og meðferð hjá fimleikafólki með Dave Tilley
2018 Nordic conference on Pelvis, rectus diastasis and exercise í Osló
2018 Pelvic health með Dr. Ruth Jones og Bill Taylor
2019 Female athlete með Antony Lo og Teresa Waser
2019 Hóf meistaranám við Háskóla Íslands.
Þ.Heiða Þorsteinsdóttir
Heiða útskrifaðist með BSc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2014 og hefur unnið sem slíkur síðan þá. Hún hefur aðallega starfað sjálfstætt í almennri sjúkraþjálfun á stofum en einnig kennt vatnsleikfimi, styrktarþjálfun fyrir heldri konur annars vegar og einstaklinga með MS hins vegar, unnið við hjarta- og lungnaendurhæfingu og haldið fræðslufyrirlestra.
Í seinni tið hefur áhuginn aukist mjög á kvenheilsu, grindarbotni og sjúkraþjálfun á meðgöngu og hún stefnir á að auka við sig í þeim bransa þegar hún kemst aftur á skrið eftir fæðingarorlof.
Endurmenntun:
2020 The Shoulder: Complex Doesn‘t Have to be Complicated. Leiðbeinandi: Adam Meakins
2020 Transitioning From Good to Great Rehab, Unlocking Human Performance. Upper and Lower Limb. Leiðbeinandi: Johnny Wilson
2019 Mulligan: Upper Quarter. Leiðbeinandi: Johan Alvemalm, Thomas Mitchell and Morgan Andersson
2019 Sporting Hip and Groin. Leiðbeinandi: James Moore
2019 The Pain Picture: Exploring Complex Pain States. Leiðbeinandi: Tim Beames
2018 Dynamic Tape Level I. Leiðbeinandi: Valgeir Viðarsson
2018 Understanding Pain: From Biology to Care Part I. Leiðbeinandi: Lorimer Moseley
2017: The Temporomandibular Joint, a physiotherapist‘s perspective. Leiðbeinandi: Dr. Guy Zito
2016 The Shoulder: Theory and Practice. Leiðbeinandi: Dr. Jeremy Lewis
2015 Building the Ultimate Back. Leiðbeinandi: Stuart McGill
2015 Greining, úrræði og æfingar fyrir háls, herðar og bak
2014 Rehab Trainer Essentials. Leiðbeinandi: Stefán Ólafsson