Móðurmáttur er stofnað með það að leiðarljósi að veita konum aðstoð með grindarbotn, verki í líkamanum, stuðla að endurkomu í hreyfingu eftir barnsburð og endurhæfa líkama þeirra til að takast á við daglegt líf auk þess að hafa jákvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna.
Þvagleki, hægðaleki, blöðrusig, legsig, verkir og vandamál með kynlíf eru vandamál sem geta haft gífurleg áhrif á lífsgæði kvenna. Við hjá Móðurmætti viljum aðstoða ykkur til að bæta líðan og auka sjálfstraust.
Kvenlíkaminn er ótrúlegt sköpunarverk sem gengur í gegnum margt á lífsævinni. Líkamleg og andleg heilsa okkar er það dýrmætasta sem við eigum og það er okkar að stuðla að heilbrigði okkar
5.590 kr
Ofspenna er algeng í grindarbotni og getur valdið verkjum og óþægindum sem skerða lífsgæði. Í þessu netnámskeiði færð þú tæki og tól til að takast á við þín vandamál sem tengjast ofspennu í grindarbotni. Hvort sem það er þvagleki, verkir eða þrýstingur, sársauki við kynlíf, hægðatregða, sárt að hafa hægðir, erfitt að tæma blöðruna eða erfitt að byrja að pissa.
Innifalið:
- fræðsla um grindarbotninn, ofspennu og verki á video og skriflegt
- leiðbeiningar hvernig þú getur sjálf skoðað grindarbotninn og vitað hvort hann sé ofspenntur
- slökunaræfingar fyrir grindarbotnsvöðvana
- liðkandi æfingar fyrir mjaðmir og grindarbotn
- fræðsla um líkamsstöðuna
- kafli um þvagleka og ofspennu
- kafli um endó
- sársauki við kynlíf
Aðgangur að efninu er ótímabundinn.