ágúst 30, 2024
Hægðatregða og grindarbotns vandamál eru nátengd. Þegar hægðirnar safnast fyrir og einstaklingur þarf að rembast mikið við hægðalosun þá myndast þrýstingur á grindarbotninn og líffæri grindarholsins.
Hægðatregða getur líka valdið bakverkjum og mjaðmagrindarverkjum, ekki síst á meðgöngu þegar hormónabreytinga geta ýtt undir hægðatregðu.
Til að meta hægðir er notaður The Bristol Stool Chart sem sjá má hér að neðan. Hægðalosun er auðveldust þegar við erum með hægðir í týpu 3-4 en það er talin hægðatregða ef við erum í 1-2.
En hvað er til ráða?
Fyrst og fremst þurfum við að huga að trefja- og næringarríku fæðuvali auk þess sem vökvainntaka skiptir máli. Gott er að miða við að drekka um 2-2,5 ltr af vökva á dag. Prófaðu að mæla hvað þú drekkur mikið á einum degi!
Mikilvægt er að geta slakað á grindarbotnsvöðvum til að opna fyrir endaþarmsopið svo hægðirnar eigi greiðari leið. Setstaðan á klósettinu getur einnig hjálpað við að slaka á grindarbotni og opna niður.
Hreyfing hjálpar einnig hægðunum - svo 30 mín á dag í göngutúr eða léttar æfingar gætu gert gæfumuninn!
© 2024 Móðurmáttur.