janúar 21, 2022
Við erum alltof mörg sem öndum of grunnt í gegnum daginn. Það er brjálað að gera og margir boltar á lofti og öndunin er ekki á forgangslistanum. Því miður!
Öndun og hlutverk þindarinnar eru gríðarlega mikilvægir þættir þegar kemur að grindarbotninum.
Þegar við drögum andann rólega inn og niður í kvið þá færist þindin niður og kviðvöðvar hreyfast fram. Þegar við öndum síðan rólega út færist þindin upp aftur og kviðvöðvar síga aftur í sína náttúrulegu stöðu.
Við þessar hreyfingar lengjast og styttast grindarbotnsvöðvarnir (líkt og lærvöðvar þegar við beygjum og réttum úr hné). Þess vegna er öndunin svo mikilvægur hluti af þjálfun grindarbotnsins ef við ætlum að ná árangri.
Hvar byrja ég?Gott er að byrja sitjandi í afslappandi umhverfi. Taktu mjúka, hæga andardrætti og horfðu á kviðinn færast fram. Þú vilt ekki að bringan þenjist út eða rifin skjótist til hliðanna.
Gott að muna:
Það er ekki gott að þjálfa/spenna grindarbotninn meðan þú heldur niðri í þér andanum. Þá myndar þindin þrýsting á líffæri, niður á grindarbotninn.
© 2024 Móðurmáttur.