Grindarbotns-FRIENDLY heimaæfingar

Finnur þú fyrir þvagleka eða þyngslum í grindarbotni og ert smeyk við að byrja að hreyfa þig? Langar þig að byrja að styrkja þig en treystir þér ekki á líkamsræktarnámskeið strax eða vilt geta gert æfingarnar á þínum hraða heima? 

Móðurmáttur býður uppá ódýrt og einfalt heimaæfingaprógram sem styrkir þig og fær þig til að svitna smá án þess að setja álag á grindarbotninn!

Innifalið eru 3 mismunandi æfingar sem allar taka um 20 mínútur. Æfingarnar eru einfaldar og ættu að henta öllum sem vilja styrkja sig. Gott er að hafa æfingateygju og eitt létt handlóð eða ketilbjöllu (ekki nauðsynlegt!). Myndbönd af æfingunum fylgja. 

 

Þegar þú kaupir námskeiðið færðu sendan tölvupóst þar sem þú býrð til aðgang að kennslukerfinu. Í kerfinu finnur þú eitt skjal sem þú getur vistað hjá þér með æfingunum og hlekk á video með æfingunum.