The MummyMOT námskeið

The MummyMOT námskeið er ætlað konum sem vilja koma öruggar til baka í hreyfingu eftir barnsburð. Námskeiðið byrjar á klukkutíma ítarlegri skoðun sjúkraþjálfara á stoðkerfinu, kviðvöðvum og grindarbotni. Hver og ein fær sérsniðna æfingaáætlunin til að gera heima. Tvær endurkomur eru með 6 vikna millibili þar sem árangur er metinn og æfingaáætlunin er endurskoðuð.

Hægt er að hefja námskeið 6-8 vikum eftir fæðingu en námskeiðið hentar einnig þeim sem hafa eignast barn á síðustu árum og vilja komast öruggar í líkamsrækt.
 

Fyrsta koma 14.990
♦ Nákvæm skoðun á stoðkerfi
♦ Mat á styrk grindarbotns
♦ Mat á bili milli kviðvöðva
♦ Sérhæfð æfingaáætlun
♦ Fræðsla

Fyrri endurkoma 6.990 
♦ Endurmat á stoðkerfi, kviðvöðvum og grindarbotni

♦ Ný æfingaáætlun
♦ Fræðsla

Seinni endurkoma 6.990
♦ Endurmat á stoðkerfi, kviðvöðvum og grindarbotni

♦ Ný æfingaáætlun
♦ Fræðsla

♦ Ráðleggingar um áframhaldandi líkamsrækt