Verkir og ofspenna í grindarbotni

Spennu vandamál og ofspenna er algeng í grindarbotni og getur valdið verkjum og óþægindum sem skerða lífsgæði. Í þessu netnámskeiði færð þú tæki og tól til að takast á við þín vandamál sem tengjast ofspennu í grindarbotni. Hvort sem það er þvagleki, verkir eða þrýstingur, sársauki við kynlíf, hægðatregða, sárt að hafa hægðir, erfitt að tæma blöðruna eða erfitt að byrja að pissa.

 

Innifalið: 

- fræðsla um grindarbotninn, spennuvandamál og verki á video og skriflegt

- leiðbeiningar hvernig þú getur sjálf skoðað grindarbotninn og vitað hvort hann sé ofspenntur

- slökunaræfingar fyrir grindarbotnsvöðvana

- liðkandi æfingar fyrir mjaðmir og grindarbotn

- fræðsla um líkamsstöðuna

- kafli um þvagleka og ofspennu

- kafli um endó

- sársauki við kynlíf

 

Aðgangur að efninu er ótímabundinn.