Forsíða
Móðurmáttur
0
  • Heim
  • Fróðleikur
  • Um okkur
  • Hafðu samband
  • Námskeið
    • Grindarbotnsnámskeið
      • Fyrir nýbakaðar mæður 10. janúar
      • Fyrir nýbakaðar mæður 7. febrúar
    • Netnámskeið
      • GRINDARBOTN AÐ HEIMAN - verkir og ofspenna
      • GRINDARBOTN AÐ HEIMAN - hlaupaþjálfun
      • Grindarbotns-FRIENDLY heimaæfingar
      • Betri líðan á breytingaskeiði
  • Vörur
    • Temperature Pelvic Wand
    • Original Pelvic Wand
    • Vibrating Pelvic Wand
    • Enchanted rose - smyrsl
  • Karfan er tóm
Móðurmáttur
  • Heim
  • Fróðleikur
  • Um okkur
  • Hafðu samband
  • Námskeið
    • Grindarbotnsnámskeið
    • Fyrir nýbakaðar mæður 10. janúar
    • Fyrir nýbakaðar mæður 7. febrúar
    • Netnámskeið
    • GRINDARBOTN AÐ HEIMAN - verkir og ofspenna
    • GRINDARBOTN AÐ HEIMAN - hlaupaþjálfun
    • Grindarbotns-FRIENDLY heimaæfingar
    • Betri líðan á breytingaskeiði
  • Vörur
    • Temperature Pelvic Wand
    • Original Pelvic Wand
    • Vibrating Pelvic Wand
    • Enchanted rose - smyrsl
  • 0 0

Ofspenna í grindarbotni

mars 21, 2021

Ofspenna í grindarbotni

Ofspenna í grindarbotnsvöðvunum getur verið hvimleitt vandamál og leitt til verkja í mjóbaki, mjöðmum, framan á kvið, rófubeini, á kynfærasvæði og jafnvel leitt niður í fótleggi. Sumar konur finna þrýstingstilfinningu á kynfærasvæði. Ofspenna getur valdið þvagleka og haft áhrif á hægðalosun. Spenna og verkir geta valdið óþægindum eða sársauka við kynlíf sem getur lagst þungt á sálina. Ofspennuna er vel hægt að líkja við “vöðvabólgu” spennu í herðum og hálsi sem leiðir upp í höfuð og veldur oft höfuðverkjum.

Ofspenna getur orsakast af líkamsstöðu, streitu/kvíða, verkjasjúkdómum eða vegna áverka eða slyss. Ef kviðvöðvar eru í stöðugri spennu myndast spenna samtímis í grindarbotnsvöðvunum. Ef grindarbotninn er í stöðugri spennu meiri hluta dagsins þá er hægt að líkja því við að vera með herðar upp að eyrum meiri hluta dags, en ég held við þekkjum það öll að finna stífni og verki í herðum eftir langar setur eða streitutímabil. Einnig geta rassvöðvarnir okkar stóru viðhaldið spennunni og valdið verkjum. 

Til að vinna á ofspennu þarf fyrst og fremst að auka líkamsvitund og fá góða tilfinningu fyrir því hvort vöðvarnir séu spenntir eða slakir hverju sinni. Þá skiptir öllu máli að vera ekki með stöðuga spennu í æfingum í líkamsrækt og leyfa grindarbotninum að spenna og slaka eftir þörfum. 

Liðkandi æfingar og teygjur geta gert kraftaverk til að liðka til mjaðmir og grindarbotn og minnka þannig tog og þrýsting frá grindarbotni.

Hægt er að læra meira um ofspenntan grindarbotn í netnámskeiðinu OFSPENNA OG VERKIR

  • Deila:


Skoða einnig

Öndun og grindarbotn
Öndun og grindarbotn

janúar 21, 2022

Lesa meira

Grindarbotnsæfingar 101
Grindarbotnsæfingar 101

maí 24, 2021

Lesa meira

Þvagleki og vandamál í grindarbotn við íþróttir
Þvagleki í íþróttum

maí 12, 2021

Lesa meira

Fylgja

© 2023 Móðurmáttur.