maí 12, 2021
Því er mikilvægt að þjálfa grindarbotninn vel upp í styrk en einnig geta slakað á vöðvaspennunni. Þreyttur vöðvi sem hefur verið spenntur meiri hluta dags er síður tilbúinn til að bregðast við snöggum álagsbreytingum við íþróttaiðkun. Þá getur of mikil spenna í grindarbotni valdið ofspennu og þannig verður grindarbotninn, sem samanstendur af vöðvalögum og bandvef, ekki eins hreyfanlegur og getur átt erfiðara með að ná að lyftast upp við spennu.
Eins og það er mikilvægt að hafa sterkan grindarbotn þá skiptir einnig máli að hafa góðan hreyfanleika í mjöðmum en bandvefurinn okkar liggur allt í gegnum líkamann og stirðar mjaðmir geta valdið því að bandvefurinn sem umlykur grindarbotnsvöðvana togar í og gerir honum erfiðara fyrir að vinna vinnuna sína.
Sú mýta hefur fengið að lifa of lengi að ef kona missir þvag við lyftingar þá er hún rosalega sterk og það hefur verið haft sem viðmið við árangur. En sannleikurinn er sá að ef kona missir þvag við lyftingar eða æfingar þá er grindarbotninn ekki nógu sterkur og styður ekki nægilega við mjóbak og mjaðmagrind sem gæti leitt til álagsmeiðsla eða að grindarbotninn er ekki virkjaður á rétt. Nauðsynlegt er að fá góða kennslu í notkun lyftingarbelta ef nota á slík en allt of algengt er að kvið- og grindarbotnsvöðvar séu virkjaðir á rangan hátt við notkun belta.
© 2024 Móðurmáttur.